Að kaupa sér skoðanakannanir, hverjir hafa efni á því ?

Þegar hringt hefur verið í mig og mér boðið að taka þátt í könnun, einhvers konar þá hefur fyritækið sem kannar ekki getað gefið upp hver kaupir hina sömu könnun.

Sökum þess hefi ég ekki verið tilbúin til þess að gefa þeim hinum sömu upplýsingar sem einhver eignast frá starfandi markaðsfyrirtæki sem selur kannanir til einhverra sem ég ekki fæ að vita um hverjir eru, ellegar geta notað og nýtt að eigin geðþótta.

Að mínu viti er lágmarksforsenda þess að taka þátt í könnun, að vita hver kaupir og í hvaða tilgangi upplýsingar sem slíkar skuli notaðar og nýttar.

Það hefur nefnilega sýnt sig og sannað að jafnvel stjórnmálaflokkar hafa reynt að kaupa slíka þjónustu til að nota til framdráttar málstað sínum þar sem ákveðnum flokkum hefur verið sleppt í könnunni sem ekki hefur hentað viðkomandi flokki.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband