Nýtt kerfi í sjávarútvegi er forsenda þess að Ísland, rísi upp úr rústum fjármálahrunsins.

Atvinnutækifæri Íslendinga í sjávarútvegi eiga ekki að ganga kaupum og sölum með því móti sem verið hefur að einstaka útgerðir hafi haft það vald í hendi að leggja af heilu byggðarlögin í landinu.

Það vita flestir sem vilja vita en ekkert hefur gerst í málinu árin öll.

Alþingi þarf hið fyrsta að innkalla veiðiheimildir og umbreyta kerfi sjávarútvegs til hagsbóta fyrir land og þjóð til framtíðar þar sem jafnstaða manna til atvinnu í þessari atvinnugrein verði að nýju til staðar.

Mín skoðun er sú að nær einungis fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sé eitthvað sem við getum haft meðferðis við nýja skipan mála um kerfið fátt annað af hinu flókna regluverki skipulagsins.

Það atriði að fjármálastofnanir skyldu taka veð í óveiddum þorski úr sjó segir meira en mörg orð um stórfurðulegar aðferðir fjármálalífsins hér á landi þar sem landsmönnum var sunginn hagræðingarsöngurinn í sífellu í áraraðir.

Fjármálabrask í þessa atvinnugrein sem lögleitt var þýddi aðeins ofskuldsetningu þar sem útgerðarfyrirtæki máttu varla við olíuverðshækkunum, eftir kaup á ofur tólum og tækjum til fiskveiða umfram þarfir í raun.

Hjól atvinnulífsins þarf að gangsetja og nýta áður uppbyggð hafnarmannvirki um allt land sem staðið hafa illa nýtt til skamms tíma vegna skipulagsins og skipta verkum við sjósókn að nýju með nýjum og betri aðferðum.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sammála en það er fróðlegt viðtal við framkvæmdastjóra LÍÚ í fréttum RÚV kl 16 í gær sem staðfestir það sem Frjálslyndi flokkurinn hefur haldið fram um stöðu útgerðar og nauðsyn breytinga.

Sigurjón Þórðarson, 14.11.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg með ólíkindum, núna þegar ríkið er orðinn svo til eini veðhafi allra veiðiheimilda á landinu, eftir yfirtöku bankanna að tækifærið skuli ekki vera notað til að ÞJÓÐNÝTA útgerðina og í framhaldi af því að gera breytingar á kvótakerfinu í það minnsta þannig að það brjóti ekki í bága við mannréttindi.

Jóhann Elíasson, 14.11.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kvitt

Kjartan Pálmarsson, 14.11.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kvitt

Georg Eiður Arnarson, 14.11.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þeir sem eiga veðin í aflaheimildum eru raun eigendur að aflaheimildunum ef ekki er borgað.Það þurfa ekki endilega að vera Íslenskir bankar.Þótt merkilegt sé þá var ekkert í lögunum um að veðsetja mætti kvóta, sem bannaði það að veðsetja erlendum bönkum aflaheimildirnar.Það dettur engum í hug sem einhverju ræður í sjávarútvegi að fara eftir þessu bulli í mannréttindanefndinni.Fyrir það fyrsta þá dettur henni sjálfri ekki í hug að neinn fari eftir því.

Sigurgeir Jónsson, 14.11.2008 kl. 23:24

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En að sjálfsögðu þá verða öll fyrirtæki að fara á uppboð sem ekki greiða af lánum.Það gildir að sjálfsögðu líka um sjávarútvegsfyrirtæki.Þá mega veðhafar tryggja rétt sinn með því bjóða í aflaheimildirnar.Ekki verður annað séð að það gildi um alla banka á EES svæðinu.Ekki er víst að það færi vel í IMF og aðra erlenda banka ef þeir fréttu af því að Íslenska ríkið ætlaði að fara að þjóðnýta fyrirtæki.

Sigurgeir Jónsson, 14.11.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband