Ísland er matarforðabúr þjóða heims.

Síðari ár hefur vitneskja aukist með hverju ári sem líður um mikilvægi þess að framleiða matvæli í sátt við móður náttúru og lífkeðjuna. Norður Atlantshafið sem umlykur okkar land er auðlind þar sem það skiptir máli nú og mun skipta máli í framtíðinni að við Íslendingar höfum yfir að ráða þeirri hinni sömu auðlind.

Sama máli gegnir um landgæði og landsvæði þar sem ræktun lands hefur orðið til nytja til landbúnaðar.

Hvoru tveggja á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar þarf að vinna að því markvisst að aðlaga atvinnukerfin í samræmi við kröfur nútímans, þar sem hvert einasta starf í hvorri grein fyrir sig sem hægt er að skapa hér innanlands, hlýtur að vera verkefni sitjandi stjórnvalda í landinu.

Að öllum líkindum hafa flestar hagræðingarformúlur fallið um sjálft sig að hluta til hvað varðar stærri færri einingar nú um stundir og það eitt kann að fela í sér tækifæri til framþróunar að því leyti að áhorf á fleiri smærri kunni að skila meiru þegar upp er staðið svo fremi að þróunarverkefni um fullvinnslu hágæðamatvæla á heimsvísu sé meðferðis.

Nú þegar höfum við nægilega mikið af vel menntuðu fólki sem kann til verka.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Eftir hrun bankakerfisins hefur íslenzkur sjávarútvegur
og landbúnaður aldrei verið eins þýðingameiri fyrir þjóðarbúið og
einmitt nú. Sem betur fer nær EES-samningurinn ekki yfir  þessar
mikilvægu atvinnugreinar, og því getum við varið þær og eflt á
okkar forsendum, þjóðinni til heilla...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.11.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mikið rétt Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.11.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband