Verkalýðshreyfingin í landinu.

Getur það verið að tilgangur og markmið verkalýðshreyfingarinnar í landinu hafi týnst þegar skattleysismörkin voru fryst á sínum tíma ?

Við höfum fjölda verkalýðsfélaga og yfirstjórnarbatterí ASÍ sem hefur miðstjórn eins og stjórnmálaflokkur, til hvers ?

Margsinnis hef ég undanfarin ár bent á það atriði að þetta miðstýringarapparat væri afar illa samræmanlegt nútíma aðferðum.

Stjórnir verkalýðsfélaga skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna, hinn almenni launamaður tekur þar EKKI beina ákvörðun þótt þeir sem eru skipaðir taki ákvörðun um verulega hagsmuni af fjármunum sem lögum samkvæmt eru innheimtir af launþegum í landinu.

Þetta er mjög óeðlilegt svo ekki sé minnst á ólýðræðislegt.

Er einhver heil brú í því að þegar góðæri var talið ríkja þá væru laun í landinu aldrei lélegri til handa hinum almenna verkamanni á vinnumarkaði þegar ofurskattar og frysting skattleysismarka var meðtalið ?

Ég tel svo ekki vera.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hjartanlega sammála þessu, launaþróun síðustu ára hefur verið með ólíkindum óhagstæð hinum almenna launamanni meðar fámennir hópar hafa haft fullkomlega óraunverulega miklar launagreiðslur.

Marta B Helgadóttir, 6.11.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sammála þér Guðrún, ég vil láta taka á þessu NÚNA

Jón Snæbjörnsson, 8.11.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband