Hafa fjölmiðlar staðið sína pligt hér á landi ?

Hvað er það helst sem fjölmiðlar hér á landi hafa birt almenningi í landinu undanfarinn áratug, nema fréttir af gulli og grænum skógum sem og hinum nýríku Íslendingum hér og þar og alls staðar ?

Hin guðdómlega útrás hefur verið sveipuð guðaljóma, eins og sjá mátti í yfirliti Kastljóss í kvöld yfir fréttaflutning einungis Ríkisfjölmiðilsins ekki annarra.

Endalausar frásagnir af því hvaða Íslendingur hafði eignast hvað sem og hve mikið hvar, í veröldinni, fram og til baka.

Skyldi það einhver furða að almenningur í landinu hafi dansað með miðað við hinar einsleitu frásagnir í fréttum ?

Var einhvers staðar að finna gagnrýni ?

Afskaplega litla og sökum þess væri ekki úr vegi að fjórða valdið liti einnig í eigin barm nú um stundir, sem allir aðrir.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki fara fjölmiðlamenn að tala um launagreiðendur sína, nema að mæra og hæla þeim

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband