Lækka þarf álögur á almenning í landinu.

Frjálslyndi flokkurinn setti fram kröfu um það atriði að skattleysismörk yrðu krónur 150 þúsund fyrir síðustu kosningar og var þar aðeins um að ræða uppreiknaða nauðsyn þess hins arna, hvað varðar verðlagsþróun.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hvað varðar gengisfall íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðing eftir því.

Skattkerfið á ekki að vera þess valdandi að mismuna fólki hvað varðar réttlátar greiðslur til hins opinbera, hvað þá að skattaka af launum valdi því að upphæðin sem slík setji fólk á vinnumarkaði sjálfkrafa undir fátæktarviðmið hins opinbera sjálfs, einungis með því að greiða skatta af vinnulaunum.

Það er fáránlegt fyrirkomulag og ber ekki vott um að hægri höndin viti hvað sú vinstri gjörir en svo hefur því miður verið hér á landi í allt of mörg ár, áður en fjármálakreppa hvers konar náði landi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Númer 1 2 og 3 er að koma NÚ ÞEGAR í veg fyrir þetta meiriháttar
GENGISHRUN sem nú er í gangi. Ef fram heldur sem horfir  munu
bæði fólk og fyrirtæki blæða út á næstu misserum. Vísa í blogg mitt
í gær um þetta mál og lausn á því. Það að taka krónuna út af markaði
í ljósi upplausnarinnar á alþjóðlegu peningamörkuðum, og ákveða
gengisvísitöluna við ákveðið gengisjafnvægi(150-160) meðan fundin
yrði varaleg lausn á peningamálunum, myndi verða meiriháttar
kjarabót fyrir þjóðina alla.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.10.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er ekki hægt að lækka álögur á almenning meðan ríkið þenst út  með eyðslu í tóman óþarfa. Hvaða uppskafningi datt í hug að eyða 800 milljónum í að "styrkja" eyríki (les múta eyríkjum til að kjósa Ísland í öryggisráðið)?  Hvaða ......... fékk þá hugmynd að nánast tvöfalda umsvif  sendiráðsins í Pretoríu? Stóraukin eru framlög í hverskyns hernaðarbrölt, svo sem útsýnis og æfingaflug franska flughersins Svona mætti lengi lengi telja. Sparnaður á olíu til Landhelgisgæslunnar og nauðsynlegar framkvæmdir við Sundabraut og háskólasjúkrahús duga skammt upp í sukkið.

Sigurður Þórðarson, 3.10.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband