Gengur LÍÚ, gegn íslenskum sjávarútvegi ?

Viðtal í fréttum við fulltrúa Marine Stewarship Council umhverfissamtakanna Gísla Gíslason er eitthvað sem menn ættu að skoða, því ég tel að sá hinn sami hafi lög að mæla.

Afstaða Landssambands íslenskra útgerðarmanna til umhverfisvottunar á fiskafurðir frá Íslandi getur ekki byggst á séríslenskri þröngsýni gagnvart því atriði að taka ekki þátt í verkefni sem flestar þjóðir heims hafa til þessa samþykkt.

Raunin er nefnilega sú að þetta hefur með fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar að gera og það atriði hve mikið vægi botnveiðarfæra er notað og nýtt í einu fiskveiðikerfi meðal annars, sem aftur kemur að umræðu sem við Frjálslynd höfum svo mjög haldið á lofti, varðandi það atriði að veita frelsi til handa smábátaflotanum til veiða, hringinn kring um landið.

Andstaða LÍÚ, manna er því eins og ég fæ séð einungis byggð á þröngsýni sérhagsmuna umbreytingaleysis núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis sem ekki þjónar landi og þjóð eins og það er úr garði gert.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Marine Stewarship Council eru fjárkúgunarsamtök sem hefur verið hafnað af öllum sem koma nálægt íslenskum sjávarútvegi,jafnt Landsambandi smábátaeigenda sem LíÚ.Að láta þessi samtök kúga sig jafngildir því að láta þau stjórna sjávarútvegi íslendinga, þar sem allar veiðar yrðu bannaðar.Það samræmist kanski sjávarútvegstefnu Frjálslyndaflokksins, eða hvað.

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband