Menntun uppeldisstétta.

Illa líst mér á framgang þess er Þorgerður Katrín var að boða á dögunum um auknar kröfur til menntunar leikskólakennarra.

Fyrir það fyrsta stórskortir enn á um það að núverandi lögum sem í gildi eru um leikskóla er kveða á um menntun til starfanna, séu uppfyllt, hvað þá að kröfur um aukið nám komi því hinu sama til viðbótar.

Þvílík og önnur eins firra, svo ekki sé minnst á það atriði að hið opinbera ætli að verðmeta menntun til starfa í samræmi við kröfur um nám.

Það tekst ekki einu sinni að uppfylla stöður ófaglærðra eins og staðan er í dag þannig að senda verður börn heim, af leikskólum enda launapólítíkin stór kapítuli af því hinu sama.

Það skyldi þó aldrei verða starfsmannaskortur er senda þarf stóran hluta leikskólakennarastéttar í Mastersnám ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband