Örfá sjávarútvegsfyrirtæki sitja að veiðiheimildum á Íslandsmiðum, ekki landsmenn allir !

Svo virðist sem forsætisráðherra sneiði sérstaklega hjá því að minnast á auðlind sjávar og kvótakerfið þar sem stjórnvöld hafa fengið álit um mannréttindabrot í eigin landi, varðandi aðgang manna að atvinnu.

Það er með ólíkindum að menn skuli ekki vakna af þeim Þyrnirósarsvefni sem endurskoðunarleysi þessa kerfis er, þar sem nú í dag væri hægt að dreifa atvinnutækifærum við fiskveiðar milli þegna landsins með ákvarðanatöku um breytingar á því hinu sama kerfi.

Ríkisstjórn sem gæti slegið þrjár flugur í einu höggi með endurskoðun kerfis sjávarútvegs, kýs að sitja með hendur í skauti áfram enn.

Aukning þorksveiða, og jafnstöðuafli til þriggja ára, myndi grisja stofninn og byggja upp.

Hjólum atvinnulífsins á landsbyggðinni væri komið í gang.

Fleiri framleiðendur og atvinna er aftur skapar þjóðhagsleg verðmæti.

kv.gmaria.


mbl.is Forgangsverkefni að tryggja fulla atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband