Votta samúð mína, mikilhæfur maður fallin frá.

Ég votta sr.Karli og öðrum nánum aðstandendum innilega samúð mína við fráfall þess merka manns sr. Sigurbjörns Einarssonar.

Sr Sigurbjörn var einstakur maður sem virtist ætíð skynja tíðaranda þjóðarinnar og hlýja hans og kærleikur sem persónu var afar mörgum lífsnesti fram á veg.

Sálmarnir og allur hinn mikli boðskapur og næring sem sem þar var að finna, var mér sem vatn þyrstum manni, þar sem trúin var mín eina hjálp og haldreipi yfir torfærur sorgar og þjáningar um tíma.

Blessuð sé minning hans.

kv.gmaria.

 


mbl.is Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Ég get tekið undir þetta.

Ég gleymi  honum ekki þegar hann EINN presta( Biskupa) úr þjóðkirkjunni kom í Bænagönguna í fyrra á Austurvelli og talaði til allra viðstaddra þannig að fólk komst við. Það er ekki öllum gefið, sem tala Guðs orð.

Sannur Guðsmaður.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 02:51

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Alvilda - Hausmynd Hann var mitt uppáhald.

Ester Sveinbjarnardóttir, 29.8.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hans skarð verður ekki fyllt.  Ekki veit ég um neinn sem naut jafnmiklar virðingar meðal þjóðarinnar og var jafn óumdeildur.

Jóhann Elíasson, 29.8.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tek undir með þér Guðrún. Sigurbjörn Einarsson var góður og
merkur biskup. Blessuð sé minning hans!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.8.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband