Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.

Fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða segir,

" Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja þar með trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. "

Þetta lagaákvæði er mjög skýrt, og jafn aðgangur manna að sameign þjóðarinnar ætti því eðli máls samkvæmt að vera fyrir hendi í framkvæmd laganna.

Svo er þó ekki því upphaflegar úthlutunarreglur hafa lítt eða ekki nokkurn tíman lotið endurskoðun eftir 25 ára tímabil.

Síðari breytingar sem settar voru inn í sömu lög um framsal og leigu veiðiheimilda millum útgerðaraðila stangast algjörlega á við fyrstu grein laganna og með ólíkindum að slíka þversögn skuli enn þann dag í dag að finna í lögum frá Alþingi Íslendinga og enn ótrúlegra að ekki skuli hafa fengist leiðrétting fyrir dómsstólum landsins.

Markmið laganna um verndun nytjastofna og hagkvæma nýtingu hafa ekki gengið eftir nema siður sé og ekki tekist að byggja upp þorskstofninn við landið með aðferðafræði þeirri sem verið hefur við lýði. Samt hefur engin endurskoðun litið dagins ljós, eftir 25 ár.

Á stundum hefur mér fundist það að við í Frjálslynda flokknum sem höfum tekið málefni fiskveiðistjórnunar sérstaklega fyrir höfum nær fengið einkaleyfi á þeirri hinni sömu umræðu þvi aðkoma annarra flokka að málinu hefur illa eða ekki verið sýnileg lengst af, líkt og fiskveiðiauðlindin væri aukaatriði sem og atvinna manna og byggð í landinu.

Þó má eygja vonarglætu eftir að Framsóknarflokkur fór úr ríkisstjórn og skipt var um forystu á þeim bæ þar sem nýr formaður segist vilja endurskoðun fiskveiðistjórnar. Það er vel.

Hvorki VG né Samfylking hafa viðrað skoðun á málefnum fiskveiðistjórnunar sem heitið geti og þeir síðarnefndu sest í ríkisstjórn með  Sjálfstæðisflokki með núverandi kerfi við lýði án endurskoðunar.

Eitt er ljóst, framkvæmd laganna þarfnast vægast sagt skoðunar við.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband