Skyldi vera kominn tími til að menn fari að huga að reglugerðarvaldi ráðherra ?

Var að lesa niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis í þessu málí og það verður að segjast eins og er með ólíkindum má telja að menn skuli þurfa að vera að leita réttlætis vegna þess að ósamræmis gætir í reglugerðum gagnvart hagsmunum manna.

Mín skoðun er sú að verulega þurfi að skoða það vald sem ráðherra hefur varðandi setningu reglugerða hvers konar svo ekki sé minnst á það atriði að reglugerðasetning gangi gegn lögum og stjórnarskrá.

Þetta á við öll ráðuneyti alveg sama hvaða málasvið er á ferð, en flóð reglugerða sem aldrei koma til umræðu innan Alþingis, eru ár hvert sett hér á landi sem ekki beinlínis einfaldar þann mikla lagafrumskóg sem til staðar er en magn laga er mikið, of mikið að mínu viti.

kv.gmaria.


mbl.is Reglugerð um „tollinn" hefur ekki lagastoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

góður punktur hjá þér Gmaría mín.  Hér þarf að huga að fleiri svona reglugerðum.  Sérstaklega í ljósi hroka og valdníðslu sem stjórnvöld eru farin að sýna í æ ríkari mæli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vald ráherra við tilbúnað reglugerða takmarkast af því að reglugrðin verður að vera í samræmi við lögin.Líka má ráðherra endurútgefa lög .Það er sama þar, endurútgefin lög verða að vera í samræmi við fyrri lögin.Enginn ráðherra hefur fengið á sig fleiri ályktanir umboðsmanns Alþingis en sjávarútvegsráðherra um brot á lögum.Nú liggja hjá umboðsmanni nokkrar kærur á ráðherrann sem umboðsmaður er að skoða.Umboðsmanni hefur gengið erfiðlega að fá svör úr ráðuneytinu við spurningum sínum.Það furðulega er að þingmönnum virðist ekki koma það við þótt umbosmaður álykti um lagabrot.Samt er umboðsmaður í raun umboðsmaður þingmanna og á að líta eftir að lögum aem þeir setja sé framfylgt.Við skulum vona að þingmenn vakni.

Sigurgeir Jónsson, 26.7.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband