Öfgaumhverfispostular skila engu í umræðu um náttúruvernd hér á landi.

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því hér á landi hvernig umræða hefur þróast sem tengd er náttúruvernd þar sem leiksýningar þess efnis að hlekkja sig við hitt og þetta sem mótmæli eru nú eins og Tívolí ár hvert.

Á sama tíma fer lítið fyrir umræðu um nýtingu ræktaðs lands til nytja landi og þjóð, ásamt umhugsun um lífríki sjávar hjá þjóð sem hefur frá örófi alda lifað á fiskveiðum.

Mótmæli hér á landi gagnvart nýtingu vatnsafls til virkjana til álframleiðslu án þess að mótmælt hafi verið áður núverandi fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunnar og nýtingu sjávarauðlindarinnar um landið allt eru eins og að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Blessuð og sæl, nú er ég dálítið forvitin. Hvað áttu við með: "nýtingu ræktaðs lands til nytja landi og þjóð"?  Ertu með eitthvað sérstakt í huga?

Með bestu kveðju, Ragnhildur 

Kolgrima, 22.7.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Kolgrima

Ég sé núna hvað þú meinar.

Kveðja frá öðrum nnátthrafni. 

Kolgrima, 22.7.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband