Börnin og samfélagið.

Búum við Íslendingar vel að börnum okkar í samfélaginu ?

Fá foreldrar nægilegan tíma með ungum börnum sínum í frumbernsku ?

Hefur tekist að stytta vinnuvikuna ?

Svar mitt við þessum þremur spurningum er Nei, því miður.

Í stað þess að foreldrum sé gert kleift að vera með ungum börnum sínum heima eru kröfur vinnumarkaðar ofar að virðist þar sem fólk má bíða á biðlistum ofhlaðinna stofnanna eftir plássum fyrir börnin.

Stofnunum sem oftar en ekki tekst illa að manna að þörfum sem eðli máls samkvæmt hlýtur að bitna á gæðastaðli þjónustunnar.

Grunnskólarnir eru allt of stórar stofnanir í voru samfélagi og með ólíkindum að mínu mati hvernig stærðarhagkvæmnisformúlur hafa verið notaðar og nýttar i því sambandi.

Að bjóða sex ára barni að verða þáttakandi í sex hundruð manna samfélagi grunnskólastofnanna hér á landi eins og börn á höfuðborgarsvæði hafa mátt búa við er eitthvað sem ég vildi sjálf sjá öðru vísi úr garði gert.

Færri smærri einingar sem skólastofnanir hvoru tveggja á leiksskóla og grunnskólastigi er eitthvað sem þarf að róa að íslensku samfélagi börnum okkar fyrst og fremst  til hagsbóta.

Smærri einingar þar sem nauðsynleg yfirsýn og framkvæmd hins mannlega þáttar í starfi þessu fær notið sín.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband