" Ísland farsælda frón..."

" og hagsælda hrímhvíta móðir,

hvar er þín fornaldar frægð,

frelsið og manndáðin best." 

Þessar ljóðlínur sitja mér í minni síðan ég var fjallkona einu sinni 17 júní í gamla daga í sveitinni, en nú síðar hefur innihald ljóða á íslenskri tungu verið mér hugðarefni og spekúlering þess efnis hve mjög skáldin vöktu upp vitund um frelsi, ráð og dáð meðal þjóðarinnar.

Þessi frelsishvatning skáldanna hefur vakið aðdáun mína en ekki hefur veitt af í þeim aðstæðum og þeirri baráttu sem þjóðin háði gegnum tíð og tíma úr örbirgð til allsnægta dagsins í dag, að segja má.

Að vissu leyti má segja að það sé skammt stórra högga á milli í íslensku samfélagi þar sem stökk úr moldarkofum inn í steinsteypt hús hafi átt sér stað.

Hamagangurinn og lætin við að afla tekna við akkorð til sjávar og sveita einkennir að mínu mati enn samfélagsgerðina hér á landi þótt í annars konar mynd sé.

Á hinn bóginn hefur nútíma samfélag ofursérhæfingar í öllum sviðum að vissu leyti orsakað um of flókindi þar sem maðurinn þverfótar varla fet fyrir fet í kerfisviðjum sem sá hinn sami hefur búið til.

Baráttan fyrir frelsi og sjálfsákvarðanavaldi hér heima var orðum stráður vegur uns fullveldi var í höfn sem sjálfstæð þjóð meðal þjóða heims.

Það er eitt að hafa það vald og annað að gefa það frá sér, því slikt frelsi skyldi aldrei verslunarvara í formi útvíkkunnar skammtímafjármálagróðasjónarmiða hvers konar.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband