Ríkisstjórnin álíka broddgelti á vappi !

Var að enda við að horfa á broddgölt á vappi hér útí á túninu í Svíþjóð þar sem ég er stödd sem fer fimmtán sentimetra til hægri snýr sér í hring og heldur tuttugu sentimetra til vinstri, sitt á hvað við leit að æti.

Beint strik áfram en svo snýr hann við afturábak og lendir á sama stað og hann var staddur fyrst.

Ósköp álíka þeim stjórnarathöfnum sem til hafa orðið af hálfu núverandi ríkisstjórnar sem ekki þorir að takast á við endurskoðun atvinnuvegakerfa landsins til umbreytinga fyrir land og þjóð, hvorki í sjávarútvegi eða landbúnaði.

Hagræðingarfrjálshyggjuformúlur stærðarhagkvæmni sem hefur nú þegar gengið sér til húðar verða minnismerki andvaraleysis ríkisstjórnarflokkanna þegar þeir fara frá valdataumum.

Það er með ólíkindum að það skuli enn ekki hafa verið hægt að hefjast handa við endurskoðun fiskveiðistjórnar við landið miðað við árangursleysi þess kerfis sem ekki hefur byggt upp verðmesta fiskistofninn þorsk.

Þar neita menn að horfast í augu við staðreyndir svo fremi sem " vísindamenn " hafi rétt fyrir sér.

Um það eru deildar meiningar, en stjórnvöld sitja auðum höndum og bíða meðan allt fer enda á milli í íslensku samfélagi á flakki í alls konar tilstandi erlendis, kerfin þurfa fyrst að detta ofan í brunninn sem alónýt áður en hafist er handa við að laga þau og betrumbæta til framþróunar að virðist.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Góður og djúpur pistill sem ég get tekið heilshugar undir!

Já bara tek minn Tírólhatt ofan fyrir honum, með kveðju til
Svíþjóðar! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.6.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.6.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband