Kvótakerfið er ónýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, það vita allir sem vilja vita.

Hve mikil afkastageta skyldi til staðar af hálfu þessara fimm íslensku fiskiskipa við karfaveiðar ?

Hve mikil er afkastageta skipa sem veiða utan við landhelgislínuna og hve mikið magn skipa hefur verið þar til staðar að veiðum ?

Þolir þessi fiskistofn slíka afkastagetu í formi tækja og tóla til veiða á sama tíma á sama svæði ?

Það væri nú verðugt verkefni rannsóknarblaðamanna hinna afar áhugasömu fjölmiðla landsins um fiskveiðistjórn að taka saman afkastagetu skipastólsins og kvóta til veiða ásamt olíukostnaði inniföldum.

Eru fimm skip of mikið eða allt í lagi ?

Hvað vita menn um karfastofninn og hafsbotninn á Reykjaneshrygg ?

os.frv......

kv.gmaria.


mbl.is Úthafskarfaveiðar ganga illa.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Ég vill benda þér á það að úthafskarfastofninn er stofn sem að er ekki sér íslenskur þe margar þjóðir veiða úr honum, lengi  vel voru frjálsar veiðar úr honum, en hversu neðarlega hann fór var settur heildarkvóti. Íslendingar eru eina þjóðin sem farið hefur eftir þeim kvóta. Vera má að þessi skip hafi þónokkra afkastagetu og ætla má að hvert skip geti fryst um 40 tonn upp úr sjá á sólarhring, þannig að með tæpu tonni á tímann er verið að nýta helming afkastagetunar. Ég vill bara láta þig vita að þessar veiðar eru flottrolsveiðar þannig að þær skaða ekki botninn, enda erum um og yfir 1000 faðma dýpi þarna við landhelgislínuna.

Hlýri

Hlýri (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hlýri.

Þökk fyrir það. Ég var að velta fyrir mér magni skipa á svæðinu innan og utan landhelgislínunnar og hve mikil afkastageta leggst þar saman.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.6.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband