Á Evrópusambandið að bjarga gömlu flokkunum frá mestu stjórnmálamistökum síðustu aldar.

Lögleiðing hins frjálsa framsals með aflaheimildir á Íslandsmiðum sneri einu þjóðfélagi á annan endann þar sem ofurgróðabrask varð til með tilheyrandi ofþenslu í efnahagslífinu.

Allt tal um inngöngu í Evrópusambandið nú við innbyrðis efnahagsleg mistök ásamt erfiðum ytri skilyrðum við olíuverðshækkanir er tækifærismennska fram í fingurgóma, annað ekki.

Allir stjórnmálaflokkar hverju nafni sem þeir nefnast nú nema Frjálslyndi flokkurinn eiga þátt í því að taka þátt í lagasetningu um frjálst framsal aflaheimilda inn í fiskveiðistjórnunarlögin.

Lög sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna komst að að væri mismunun þegnanna hér á landi og ekki varð undrunarefni til handa þeim er kerfisskipulagið hafa gagnrýnt í áratug að minnsta kosti.

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins situr nú sem ritstjóri fríblaðs markaðsfyrirtækis þar sem yfirmaður hans í fyrirtækinu er fyrrverandi aðstoðarmaður hans sem ráðherra sjávarútvegsmála.

Blað þetta hefur litið fjallað um kvótakerfið og annmarka þess og rítstjórnargreinar eru allar á eina lund, ágæti kerfisins er dásamað ásamt aðild að Evrópusambandinu sem myndi án efa opna leiðir fyrir hið sama fyrirtæki á Evrópumarkað.

Þetta er sú matreiðsla fréttaefnis sem þjóðinni er færð á siflurfati fríblaðamennsku og frjálsræðis hér á landi, þar sem engu skiptir hvort viðkomandi hafi haft með mál er fjallað er um að gera á fyrri stigum hvers konar, jafnvel ekki sem ráðherra.

Skyldi einhver undra að flokkur eins og Frjálslyndi flokkurinn sem gagnrýnt hefur kvótakerfið í áratug, sem stjórnarandstöðuflokkur , hafi ekki fengið mikið pláss fyrir sína gagnrýni , þegar svo er í pottinn búið ?

Spyr sá sem ekki veit ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband