Aukinn þorskveiði er bjarghringur efnahagslegs öngþveitis á Íslandi.

Formaður Frjálslynda flokksins Guðjón Arnar Kristjánsson hefur komið fram með einu raunhæfu tillögurnar til handa þjóðinni í því efnahagslega öngþveiti sem til staðar er hér á landi, sem er það atriði að leggja til ákvarðanatöku um auknar veiðiheimildir í þorski á Íslandsmiðum, þrátt fyrir ráðgjöf rannsóknaraðila þar að lútandi um magn veiða.

Raunin er sú að ráðgjöf þessi er pikkföst í uppfundnum stöðluðum formúlum sem illa eða ekki hafa lotið nokkurri einustu endurskoðun með afar takmarkaðar sannreyndar vísindaaðferðir til grundvallar niðurstöðum ráðlegginga.

Vísindamenn eru ekki alvitrir það bera tölurnar um þorskinn í Barentshafi raun vitni þar sem Norðmenn og Rússar hafa tekið ákvörðun um meiri veiðar en ráðleggingar hafa verið um án þess að stofninn hafi sjáanlega borið skaða af, þvert á móti hefur stofninn byggst upp.

Það er ekki nóg að tala um það á hátíðisdögum að hlusta eigi á fiskifræði sjómannsins líkt og tveir ráðherrar sjávarútvegsmála hafa gert, slíkt þarf að vera fyrir hendi í framkvæmd mála einnig.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála þessu að það er kominn tímii til að hætta að taka mark á ráðgjöf sem hefur reynst óráð.

Sigurjón Þórðarson, 9.6.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband