Gömul mynd frá Flateyri við Önundarfjörð.

RIMG0010.JPG

 

RIMG0009.JPG

Mynd af mynd, frá Flateyri við Önundarfjörð, myndin hennar mömmu sem ég hefi nú uppi á vegg hjá mér en myndin hefur tengst ótal frásögnum af æskuslóðum frændgarðs míns á Vestfjörðum, sem að hluta til urðu lifandi fyrir hugskotsjónum og hluti míns uppvaxtar í sveit á Suðurlandi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Unnar

Gaman að sjá þessa mynd. Yndislegur bær.

Magnús Unnar, 9.6.2008 kl. 01:43

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún og takk fyrir myndirnar. Alltaf gaman af sjá myndir af
heimaslóðum, þó þær séu teknar þó nokkuð áður en ég kom þar í
heiminn.

Hafnarstrætið sést þar vel, en húsið við Hafnarstræti 23 byggði afi
minn Jónas Guðmundsson skipstjóri 1916, og var það fyrsta steinhúsið á Flateyri. Á ég enn  lóðasamninginn  og stórt tryggingaskjal frá dönsku tryggingafélagi þar sem afi tryggði húsið, sem kallað var Strýta. Hún stendur rétt hjá Vagninum fræga og sést greinilega á myndinni. Í húsið þessu fæddist ég og ólst upp. - Í bakgrunni er svo okkar tignarfjall,  Þorfinnur,  sem ber höfuðið hátt eins og segir í Önfirðingakvæðinu eftir Svein Gunnlaugsson.

Með önfirskri kveðju.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.6.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Magnús.

Sæll Guðmundur og kærar þakkir fyrir þinn góða fróðleik um Flateyri.

Þorfinnur er sannarlegar tignarlegt fjall.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.6.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband