Vinstri og hægri forræðishyggja hér á landi.

Að vissu leyti má segja að almenn mannleg skynsemi finni sér varla stað í pólítik öfganna á milli til vinstri og hægri hér á landi.

Meintur jafnaðarmannaflokkur í ríkisstjórn Samfylkingin er helsti talsmaður þess að ganga inn í Evrópubandalagið og rekur fyrir því mikinn áróður ljóst og leynt í sinni setu við valdataumana, en flokkurinn hefur að mestu frá stofnun komið sér hjá því að hafa skoðanir á skipan mála við fiskveiðistjórn hér við land, og því ekki tekið þátt í baráttu fyrir breytingum á ónýtu kerfisskipulagi.

Vinstri Grænir hafa sankað að sér fylgi undir formerkjum þess að vernda móður náttúru en hafa heldur ekki litið út fyrir landsteinanna í því efni á fiskimiðin og notkun þeirra fyrr en allt í einu nú nýlega eftir dúk og disk. Öfgaafstaða þeirra í ýmsum málum eins og atvinnusköpun við framleiðslu áls hér á landi, málar þeirra málflutning út í horn, svo ekki sé minnst á ísbjörninn sem gekk á land.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki svipur hjá sjón frá því sem var og valdþreyta og forystukreppa ýmis konar einkennir athafnir allar af hálfu ríkisstjórnarþáttöku nú um stundir þar sem enn er varðstaða um ómögulegt kerfi sjávarútvegs einni þjóð til handa.

Framsóknarflokkurinn má muna sinn fífil fegri en að öllum líkindum er hann að mestu leyti samferða Frjálslynda flokknum sem miðju borgaralegur flokkur hægra megin við miðju, án öfga í báðar áttir, utan þess þó að vera þáttakandi í því að búa til ónýtt fiskveiðikerfi fyrir land og þjóð, þar sem flokkana greinir algjörlega á um.

Vinstri og hægri forræðishyggja hafa að vissu leyti hamlað framþróun hér á landi þar sem nauðsynleg endurskoðun aðferðarfræði hvers konar hefur ekki verið fyrir hendi og annað hvort einhliða sýn á mátt hagkvæmni í formi skammtímahagsmuna ellegar það að snúa hjólum atvinnulífs afturábak með algerri stöðnun.

Ekkert þar á milli.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Spurnig hvort tími sé kominn að stokka upp flokkakerfið, því það er
að verða svo áberandi hvað skiptar skoðanir eru að verða miklar til
ýmissa grundvallarmála og það stórpólitiskra mála innan flokkanna.
Þetta kemur greinilega fram nú í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. - Tel td. vera grundvöll fyrir BORGARALEGAN
flokk sem hefur ÁKVEÐNA stefnu (andstöðu) varðandi ESB,
afnám kvótagerfis og gjörbreytingu á sjávarútvegsstefnunni,
sem vill standa vörð um okkar þjóðlegu og kristilegu gildi, og
sem umfram allt vill halda vinstriöflunum í skefjum með þvi t.d að
vinna að borgaralegri blokk í íslenzkum stjórnmálum, þannig að
kjósendur vita hvað þeir eru að kjósa í kosningum. Það er alveg
út í hött hvernig Sjálfstæðisflokkurinn, sem á að vera brjóstvörn
borgaralegra afla, vinnur bæði til hægri og ekki síst til VINSTRI
eins og vindar blása hverju sinni. Nú síðast í núverandi ríkisstjórn.

Ber mikla virðingu t.d fyrir Frjálslynda flokknum og hef velt því fyrir
mér hvort hann gæti orðið svona últra borgaralegur flokkur á
þjóðlegum grunni. En síðast í dag opinberaði einn þingmaður hans
þá skoðun sína að Ísland ætti að sækja um ESB. Vill svo til að
þessi ágæti þingmaður er í Reykjavík eins og ég. En ef hann
byði sig fram í mínu kjördæmi t.d með þessar ESB-áherslur sínar
kæmi ekki til greina hjá mér að kjósa hann. Þetta er bara lítið
dæmi um þetta mikla vandamál í flestum flokkum, hvað mikill skoðana-
ágreiningur getur verið innan flokkanna til stórpólitiskra hitamála
eins og afstöðuna til ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.6.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Eðilega eru ólíkar skoðanir uppi um þetta mál í öllum flokkum og við vorum að ræða málin í dag þar sem einn var með og annar á móti eins og sjálfsagt er um að ræða í Framsókn einnig.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.6.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband