Þjónustustig heilbrigðisþjónustu samkvæmt gæðastöðlum ?

Öll þjónusta hins opinbera hvort sem um er að ræða heilbrigðisþjónustu eða aðra opinbera þjónustu á að vera þess umkominn að skilgreina sig samkvæmt þjónustustigi á hverjum tímapunkti, sem tekur mið af gæðastöðlum þeim sem hvers konar fagmenntun til starfanna inniheldur.

Það er hins vegar ekki nóg að hafa gæðastaðlana ef ekkert virkt eftirlit er fyrir hendi með þeirri hinni sömu framkvæmd, því þá er ekki hægt að tala um gæðastaðlaða þjónustu.

Rétt eins og læknavísindin þurfa að sannreyna hin ýmsu lyf við sjúkdómum, þá þarf nákvæmlega hið sama að vera fyrir hendi um þjónustuna í heild sem slika frá a-ö.

Gæðaeftirlit kostar fjármuni en skilar sér sem stöðugleiki til langtíma, og setur þjónustu mörk sem meðal annars innihalda mannafla að störfum, nauðsynleg tæki og tól, og fagmenntaða aðila til verka við vinnu.

Þeim fjármunum skyldum við ekki sjá eftir

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband