Frjálslyndi flokkurinn á ferð undir Eyjafjöllum.
Föstudagur, 23. maí 2008
Þrír þingmenn okkar Frjálslyndra fóru austur undir Eyjafjöll í gær, til fundarhalds og þáðu boð oddvita Rangárþings eystra um heimsókn í Samgönguminjasafnið á Skógum, og fræðsluferð um kornrækt undir Eyjafjöllum meðal annars á Skógasandi, einu stærsta flæmi uppræktaðs lands úr svörtum sandi hér á landi. Síðan var haldið heim að Þorvaldseyri þar sem okkur var sýnd sjálfbærni í búskap með nýtingu rafmagns úr bæjarlæknum og eigin hitaveitu sem landeigendur hafa fengið heitt vatn til eigin nota. Frumkvöðlastarf bænda á Þorvaldseyri í kornrækt er löngu landsþekkt, en þar er nú framleitt íslenskt hveiti meðal annars ásamt samstarfsverkefnum bænda við Saga Medica við nýtingu jurta til framleiðslu náttúrulyfja. Ferðin var því í alla staði afar fróðleg en einnig fræddu þeir Ólafur Eggertsson oddviti og Þórður Tómasson safnvörður í Skógum okkur um starfssemi safnanna í Skógum og sveitarfélagið. Hafi þeir góðar þakkir fyrir.
Var nú ekki nógu dugleg að taka myndir en set hér nokkrar inn úr ferðinni.
Kristinn H, Grétar Mar, Þórður Tómasson og Guðjón Arnar á Samgönguminjasafninu í Skógum.
Þarna erum við suður á Skógasandi að skoða kornræktun á sandinum.
Kolbrún, Ásgerður Jóna, og ég við einn heillandi fornbíl á Samgönguminjasafninu.
Hér erum við að skoða rafmagnsvirkjun frá 1928, sem sér býlinu á Þorvaldseyri fyrir rafmagni og selur ufmframrafmagn inn á orkuveitukerfi landsmanna, en þarna er einnig borholan sem nýtir jarðvarmann fyrir búið.
nóg í bili.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:55 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Hanna Birna.
Þetta var mjög fróðlegt eins og ferðin til Vestmannaeyja til ykkar á dögunum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.5.2008 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.