Málefni innflytjenda til Íslands.

Málefni innflytjenda til Íslands, eru mál sem að sjálfsögðu á að vera hægt að ræða á vitrænum forsendum eins og öll önnur samfélagsmál.

Fámenn þjóð eins og við Íslendingar erum einungis 300 þúsund að höfðatölu, upplifum eðlilega breytingar þegar stórir hópar fólks af erlendu bergi brotnu flytjast hingað til atvinnuþáttöku á skömmum tíma sérstaklega ef ekki er nógu vel að verki staðið að gera fólki kleift að aðlagast einu samfélagi þar sem þjóðtungan og kunnátta í íslensku máli skiptir sköpum.

Tungumálið og notkun þess eru hvoru tveggja forsenda möguleika á vinnumarkaði sem og möguleikar fólks til þess að taka virkan þátt í einu samfélagi með sýn á réttindi og skyldur.

Því miður hafa stjórnvöld hér á landi ekki lagt þann grunn í formi fjármagns til þess að kosta íslenskukennslu nýbúa og meira og minna er þeim er hingað flytjast til vinnuþáttöku gert að kosta þann þátt sjálfir af sínum aukatíma frá vinnu og ef til vill með viðbótarkostnaði sem aftur kemur niður á samveru með fjölskyldu.

Hvorki stjórnvöld né fyrirtæki í landinu hafa gætt hagsmuna hingað kominna nýbúa til landsins í þessu efni sem skyldi.

Það er stjórnvalda að skylda fyrirtæki til þess að kosta islenskukennslu og eðli máls samkvæmt hagur fyrirtækjanna að nýbúar skilji tungumál einnar þjóðar fyrir það fyrsta ásamt þeirri sjáfsögðu virðingu sem á að felast i því að bjóða fólk velkomið til atvinnuþáttöku i einu landi að þeir hinir sömu geti verið virkir þáttendur í einu samfélagi.

Telji sitjandi stjórnvöld í landinu á hverjum tíma að ekki sé til fjármagn til þess að inna af hendi nauðsynlega kennslu í tungumálinu þá þarf að óska eftir undanþágum um þann fjölda fólks sem eitt þjóðfélag getur tekið á móti , meðan sú staða er fyrir hendi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband