Þjónusta sveitarfélaga og tekjustofnar.

Hið lögbundna hlutverk sem sveitarfélög í landinu skulu uppfylla lögum samkvæmt fylgir ekki það fjármagn sem vera skyldi því hvað varðar það að þau hin sömu geti með góðu móti uppfyllt þær kröfur sem settar hafa verið í hina ýmsu lagabálka á Alþingi.

Það er í raun og veru engin heil brú í því að eitthvert eitt sveitarfélag bjóði betri þjónustu en annað ef sömu skattgreiðslur eru á ferð af hálfu íbúanna. Algjörlega burtséð frá stærð.

Einkahlutafélagavæðing í íslensku samfélagi þýddi það fyrir sveitarfélögin að þau hin sömu fengu ekki hlutdeild í greiðslu þeirra hinna sömu þrátt fyrir tilvist þar á staðnum og í raun skekkingu á öllum skattalegum forsendum hvað varðar að veita þjónustu til handa þeim er telja til íbúa sem einkahlutafélög.

Mismunur þessa lendir því á hinum almenna skattgreiðanda launatekna á vinnumarkaði i formi allt of hárrar prósentu tekjuskatts.

Tilfærsla grunnskólanna til sveitarfélaganna þýddi mestmegnis uppreiknaðar upphæðir í formi mats á húsnæði í formi steinsteypu án rekstarkostnaðar til framtiðar til þess tilgangs sem grunnmenntun landsmanna skal skila þjóðinni.

Almenningur í landinu hefur mátt þola það að vera gerður að þáttakanda oftar en ekki í pólítiskum hanaslag varðandi nauðsynlegar framkvæmdir þjónustu vegna mismundi flokka sitt hvors stjórnsýslustigs við stjórnvöl annars vegar ríkis og hins vegar sveitarfélaga.

Nægir þar að nefna framgang samgöngumála út úr höfuðborg landsins.

Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu að stjórnsýslustig hins opinbera vinni saman í framkvæmd mála til handa öllum almenningi í landinu.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Vissulega er litlum sveitarfélögum vandi á höndum og ég hefi nú lengst af lagt þann skilning í upphaflegt hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna að sá hinn sami eigi að brúa bil í þessu efni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband