Skattaívilnanir nær óþekkt fyrirbæri hér á landi.
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Meðan aðrar þjóðir nota skattívilnanir á hinum ýmsu sviðum höfum við Íslendingar setið með uppi með skattkerfi sem stjórnmálamenn hafa varla hnikað umbreytingum á í áratugi eins furðulegt og það er.
Upptaka virðisaukaskatts hefði aldrei átt að koma til sögu að mínu viti enda þar um of kostnaðarsöm flókindi að ræða sem aftur hefur valdið minni skattskilum en ella væri.
Frysting skattleysismarka við upphæðir við fátæktarmörk í mörg herrans ár eru vitnisburður offars stjórnvalda í skattöku gagnvart almenningi í landinu og endurskoðunarleysi valdhafa þar að lútandi í allt of langan tíma.
Meira og minna hafa ýmsar aðgerðir valdhafa miðast við það að stagbæta helstu göt kerfisins með sértækum aðgerðum eins fáránlegt og það er og heitir að færa eina krónu úr vinstri vasanum yfir í þann hægri svo sem hækkun húsaleigubóta vegna þess að fólk greiðir of háa skatta af launum.
Áhorf á skattkerfið og þá jákvæðu hvata sem nota má og nýta til dæmis í formi skattaívilnana á hinum ýmsu sviðum er að vissu leyti óplægður akur hér á landi og löngu kominn tími til þess að menn fari að eygja þá sýn.
Tímabundin niðurfelling hins opinbera á gjaldi á díselolíu er til dæmis dæmi um slíka aðgerð, með það að markmiði að veita ívilnun undir formerkjum umhverfsvænni orkunotkunar ásamt því að takast á við skell hækkandi verðs á heimsmörkuðum.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:51 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún
Get tekið undir þetta hjá þér en virðissukasatturinn tók við af sölu-
skattinum sem var algjörlega úreltur. Virðisaukaskatturinn var auk
þess tekinn upp hér á landi til samræmis við aðra veltuskatta í okkar
helstu viðskiptalöndum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.5.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.