Ódýr hænsni í stað atvinnu í landinu ?

Hversu lengi munu innflutningsfyrirtæki þess umkominn að viðhalda lágu verði á hænsnum yfir hafið ? Skyldi það ekki fara eftir magni og hvað skyldi það kosta samfélag vort að tapa atvinnu af starfssemi sem slíkri innanlands ?

Allt hlýtur að þurfa að vega og meta á lóðarskálum ákvarðanatöku um slikt.

kv.gmaria.


mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Já það er rétt hjá þér að auðvitað verður að meta allt á vogarskálunum.

Til dæmis hagsmuni neytenda! það að verðið á þessarri vöru á Íslandi er óhemju hátt. Það veldur því að matarreikningur fjölskyldan á landinu er óhemju hár

Annað sem verður að taka með í reikninginn er að það er fákeppni á þessum markaði.

Athugaðu að þessi framleiðsla er verksmiðjuframleiðsla, rétt eins og svínakjötsframleiðsla, þetta er algerlega gerólíkt t.d. sauðfjárrækt. Það er ekkert sérstak við þessa verksmiðjuframleiðslu hér á landi sem réttlætir þessa tollvernd, frekar en settir væru verndartollar á allt kex sem flott er til landsins af því að kex er framleitt hér á landi. Ef það á að verna kjúklingakjötsframleiðendur er sanngirnismál að vernda líka kexframleiðendur, sælgætirframleiðendur, brauðframleiðendur og svo mætti lengi telja.

Sævar Finnbogason, 4.5.2008 kl. 03:03

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvers vegna í ósköpunum vill einhver með hjarta og smá skynsemi ganga í ESB báknið.  Embættismenn hjá UN hafa kallað stefnu ESB í biofuels "crime against humanity" og kenna henni að miklu leytu um hækkandi matarverð og hungurdauða!  Sama fólkið og gaggaði hvað hæst um innrás Bush í Írak og stuðning Íslendinga við þá hörmung vill nú fá að kissa höndina á Tony Blair eða herra Rassmusen.  Þessir kallar eru orðaðir við NÝTT embætti forseta ESB.

Björn Heiðdal, 4.5.2008 kl. 03:24

3 identicon

LOKSINS fáum við mat á réttlátu verði.

Það er kreppa í höfuðborginni og við höfum verið svelt af okri kaupmanna sem eru búinir að margselja hagnað sinni á hlutabréfamarkaði t.d. Nóatún/Krónan og Bónus/Hagkaup.

petur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 03:44

4 identicon

Hvers vegna ættum við að vera að standa í framleiðslu á vörum sem kostar svona mikið meira að framleiða hérlendis en erlendis?  Hvaða vit er í því?  Við hljótum þá að geta fundið uppá einhverju öðru til að gera.

Grétar (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 08:54

5 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl, þegar kemur að kjötmeti, hvort sem um er að ræða rautt kjöt eða hvítt, mætti ég velja íslenskt takk.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 4.5.2008 kl. 09:28

6 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Við erum í þessum málum sem öðrum ofurseld ríkisafskiptum ríkisstarfsmanna og stjórnmálamanna sem vilja stýra markaðinum með handafli.

Þetta eru bara tækifæri fyrir íslensku kjúklingaframleiðendur.

Fyrst varan þeirra er svona frábær og laus við alla sjúkdóma, ekkert tilbúið fóður, engin E-efni. Engin bringa með innsprautuðuð sykurvatni, nú þá ætti að vera hægt að selja þessa vöru erlendis.

T.d er neysla á vistvænni matvörum í danmörku að ná neyslu á hefðbundum mat.

Í

Rúnar Ingi Guðjónsson, 4.5.2008 kl. 10:06

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enn og aftur smmála þér Guðrún. Helt að einmitt núna væri ekki
rétti tíminn að rústa heilli atvinnugrein. Bara táknrænt  kannski
fyrir þessa ríkisstjórn...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.5.2008 kl. 11:40

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Tek undir með Guðmundi og geri orð hans að mínum.Fyrirgefðu penna??? letina.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 4.5.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband