Vestmanneyingar greiða sömu skattprósentu og aðrir landsmenn, en búa við lélegri almenningssamgöngur.

Ef eðlileg þróun hefði átt sér stað væri búið að endurnýja ferju til Vestmannaeyja, sem er ósköp álíka samgöngubótum sem inna þarf af hendi á höfuðborgarsvæði þess efnis að malbika þarf ofan í för gatslitna hjólfara eftir nagladekkjanotkun innanbæjar, ár hvert.

Íbúar greiða nefnilega sömu skattprósentu til hins opinbera burtséð frá því hvar á landinu þeir búa, en þvi miður er þjónustan ekki ætíð í samræmi við það.

kv.gmaria.


mbl.is Herjólfi seinkar vegna bilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hæ, hæ, bara að kíkja við

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.5.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Guðrún það þarf að bæta  samgöngumál Eyjamanna. Það  er öllum heilvita mönnum ljóst.

Hanna Birna:  Þið hafið marga bandamenn.

Benóný, ég spyr býrð þú í Eyjum? Það þýðir ekkert að vitna til Miðalda, við búum á árinu 2008.  Hvaða væl ertu að tala um.  Er ekki eðlilegt að samgöngur til Eyja séu með nútímalegum hætti.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 2.5.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Benóný.

Vestmanneyingar hafa ekki fengið sitt til baka frekar en Vestfirðingar eða íbúar víða á landsbyggðinni sem hafa haft vegasamband á malarvegum skemmst af.

Það hefur hver rétt til þess að mótmæla og halda sínum sjónarmiðum á lofti til handa sínu byggðarlagi, en Landeyjahöfn er samgöngumannvirki til handa Vestmanneyingum sem aftur nýtist Rangárþingi einnig, og samfélaginu í heild svo fremi að verkefnið takist vel.

Sælar allar Hanna Birna, Ester og Ásgerður.

Já Ásgerður það er rétt að samgöngumál til Eyja eru skammarprik í kladda stjórnvalda.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.5.2008 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband