Það þarf tíma til að ala upp börn.

Eitt þjóðfélag sem vill telja sig fjölskylduvænt skapar fólki aðstæður til þess að ala upp börn í einu samfélagi.

Þar koma tímabundnar aðstæður vinnumarkaðar ekki ofar þvi hlutverki foreldra í þvi sambandi, né heldur frelsi foreldranna, til vinnuþáttöku utan heimilis sama hvort kynið á í hlut.

Sá tími sem foreldrar barna verja með ungum börnum sínum í frumbernsku, skapa tilfinningartengsl sem aftur geta áskapað sterkari sjálfsmynd einstaklinga til lífstíðar.

Hvert þjóðfélag skyldi því hlúa að samveru fjölskyldna svo mest sem verða má, með hvers konar ráðstöfun skattalega þar að lútandi, án þess að vinnumarkaður krefji báða foreldra til vinnuþáttöku á hverjum tíma vegna afkomu launalega.

Fæðingarorlof ellegar heimgreiðslur til foreldris með ungum börnum er atriði sem þarf að vera valkostur fyrir viðkomandi aðila, með mati á stofnananaþjónustu hins opinbera til þess að brúa bil í þvi sambandi.

Uppeldishlutverk foreldra verður aldrei lagt á stofnanir það er foreldra fyrst og síðast.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband