Barátta fyrir mannsæmandi kjörum verkafólks á Íslandi.
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Stjórnarfar hér á landi undanfarna áratugi hefur einkennst af ofurskatttöku á hinn vinnandi mann, svo mjög að eftirtekja launamanns á vinnumarkaði eftir skatta hefur verið afar rýr.
Verkalýðshreyfingin hefur samið kjarasamninga eftir kjarasamninga um lágmarkshækkanir launa, undir formerkjum þess að viðhalda stöðugleika. Stöðugleika sem er að engu orðinn nú í dag.
Lægstu taxtar ófaglærðra á vinnumarkaði duga illa eða ekki til framfærslu einstaklings i einu þjóðfélagi og bætur almannatrygginga til handa þeim er lotið hafa skertri starfsorku hafa lengst af tekið mið af þeim hinum sömu töxtum.
Það hefur skapast gjá milli annars vegar þeirra sem illa komast af og þeirra sem þrauka í millitekjuhópi samfélagsins. Þessi gjá hefði aldrei þurft að koma til og auðveldlega verið hægt að brúa ef hvoru tveggja sitjandi stjórnvöld og verkalýðshreyfing í landinu hefði verið samstiga, varðandi það atriði að tryggja að skattkerfið fylgdi þróun verðlags í einu landi, varðandi persónuafslátt og mörk skattleysis.
Að hluta til er afleiðing þessa ástand aukning skulda heimila í fjármálastofnunum, sem bindur fólk á klafa fjárskuldbindinga svo og svo langan tíma.
Sanngjarnt skattkerfi sem hvetur í stað þess að letja til vinnuþáttöku er kerfi sem þarf að vera til staðar.
Lágmarkstaxtar einstaklinga á vinnumarkaði eiga að nægja til framfærslu þess hins sama, það eru mannréttindi.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir það Benóný.
Vænti þess að vera í góðu sambandi um mál öll.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2008 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.