Frelsi einstaklingsins til athafna á Íslandi.
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Er frelsi manna til þess að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa eins og stjórnarskrá landsins kveður á um ,hamlað í formi þess skipulags sem við lýði er Í heilu atvinnugreinunum ?
Fyrrum aðalatvinnugreinar þjóðarinnar landbúnaður og sjávarútvegur geta ekki státað af nýliðun í greinum þrátt fyrir öra þróun matvælaiðnaðar.
Einhliða áhorf sitjandi ráðamanna við stjórnvölinn á stærðarhagkvæmni undir formerkjum fyrirtækjareksturs og verksmiðjuframleiðslu án áhorfs á heildarmyndina og mikilvægi þess að nota og nýta einstaklingsframtak í smærri einingum samhliiða, ber vott um forsjárhyggju og miðstýringu sem aðrar þjóðir hafa afagt í skipan mála.
Einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni eingöngu er fyrrum verksmiðjubúskapur í ríki kommúnisma sem við lýði var í Ráðstjórnarríkjum og með ólíkindum að menntun og þekking áskapi slíkar aðferðir við skipulag mála, með verðmætasóun sem í því felst að tapa fólki úr atvinnugreinum með reynslu til starfa og leggja hluta lands í auðn meðan eitt samfélag þróast i borgríki á litlum skika lands.
Frelsi einstaklingsins verður ekki til undir verndarvæng þeirra sem kjósa að viðhafa slíkt skipulag heldur nær óbrúanleg gjá milli fyrirtækja og einstaklinga í landinu þar sem þeim síðarnefndu hefur verið hamlað atvinnuþáttöku undir formerkjum stærðarhagkvæmni eininga allra.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Orð í tíma töluð. Mjög góð grein. Þakka þér kærlega fyrir.
Jóhann Elíasson, 29.4.2008 kl. 11:05
Takk fyrir það Jóhann.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.