Siglir þjóðarskútan undir fölsku flaggi ?

Óendanleg ferðlaög sitjandi ráðherra við stjórnvölinn til útlanda, þess efnis að lýsa yfir vilja hér og þar í hinu og þessu, sem hægt væri að hafa samskipti um án ferðalaga, er ótrúlegt fyrirbæri sem færst hefur mjög í tízku við tilkomu Samfylkingar í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Efnahagslegt öngþveiti innanlands virðist ekki í nokkru gera það að verkum að ríkisstjórnin sjái sér fært að frelsta nokkrum yfirlýsingaferðalögum til útlanda.

Forsætisráðherra segir almenning mega þurfa að taka " snertilendingu " í efnahagsmálum, sem er sérkennilegt því aldrei var það almenningur í landinu sem fór á flug, heldur fyrirtæki og fjármagnseigendur sem höfðu til þess burði að kosta ellsneyti í háflugið innan þess ramma sem stjórnvöld bjuggu til.

Stöðugleikatalið hefur verið vandlega falið sem hið mikla ofurafl hins íslenska efnahagslífs, sem ef til vill á sér skýringa að leita í þá furðulegu gjörð að gera óveiddan fisk úr sjó að braskvöru á þurru landi.

Þar sitja allir hlutaðeigandi enn með fætur ofan í vatninu og vilja ekkert af málinu vita, líkt og Bakkabræður forðum daga.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka.Getur verið að stjórnarandstaðan sé ekki nógu samstíga og sterk,maður sér að Guðni er einn að róa meðan aðrir hugsa,það er eins og Frjálslindir og Vinstri grænir séu einir í andstöðu.Framsókn sem á stórann hlut að þessu öngþveiti  og kom okkur í þessu og mörgu öðru á kaldan klaka,svo kemur Guðni eins og æðstiprestur með kaleikinn alveg tómann og auðvitað getur hann ekkert lagt til málanna hann kunni bara að koma öllu í kaldakol en ekki hvernig ætti að komast úr því

Guðjón H Finnbogason, 29.4.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl skvísa. Fín færsla. Í framhaldi af því sem Guðjón segir þá var hárfínt háðið hjá Geir Haarde í þinginu þegar hann sagði " þarna vantaði bara að bjóðast til að taka við"   (Guðni var að leggja til að sjórnin segði af sér) hahaha þetta er alveg magnað. Nú er bara róðið lífróðri á sætið í Öryggisráðinu og lítið verið að spá í ástandið hér heima sem er vægast sagt frekar eldfimt um þessar mundir. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.4.2008 kl. 00:54

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll frændi.

Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir kallað eftir tillögum stjórnvalda við þær efnahagsaðstæður sem uppi eru eðlilega en á þeim örlar ekki.

Það er ábyrgðarhluti að þykjast ekki sjá það ástand sem blasir við almenningi af hálfu beggja stjórnarflokka alveg burtséð frá því að Framsóknarmenn bera vissulega ábyrgð á fyrri stjórnarháttum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.4.2008 kl. 00:57

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Finnbogi, það þarf að takast á við ástandið sem er uppi NÚNA, ef við horfum alltaf eingöngu til baka eltumst við bara við ra...... á okkur og það er ekki líklegt til árangurs.

Jóhann Elíasson, 29.4.2008 kl. 11:11

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er óðaverðbólgan nú, sem setti 20 ára metið, nýjasta snertilendingin
hjá forsætisráðherra ? Enn og aftur eigum að gjörbreyta peninga-
stefnunni, taka krónuna út af gjaldeyrismarkaði og hefja mynt-
samstarf t.d við Normenn. Náum aldrei með skjótum hætti og til
frambúðar tökum á verbólgu með lækkun vaxta nema með einhverju
slíku..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.4.2008 kl. 20:59

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Krónan er handónýt, það virðast flestir vita nema forsætisráðherra, en myntsamstarf við Norðmenn getur aldrei orðið annað en bráðabyrgðalausn vegna þess að Norska krónan er TENGD Evrunni sem og allar þær mytir sem eru ennþá í fullu gildi á Norðurlöndunum.  Hafið eitt í huga:  ÍSLENDINGAR HAFA ALDREI HAFT NEINN HAG AF SAMSTARFI VIÐ NORÐMENN ÞAÐ ER FREKAR Í HINA ÁTTINA

Jóhann Elíasson, 29.4.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband