Ætla menn að flytja fjöll til sjávar ?

Minar efasemdir um hafnargerð við Bakkafjöru eru enn fyrir hendi.

Mér best vitanlega hefur ekki í áraraðir verið varið miklu fjármagni í varnargarða á Suðurlandi til þess að varna ágangi jökuláa á lönd bænda á svæðinu, og án efa munu menn reka sig á það atriði í þessu efni sem aftur þýðir aukinn kostnað við gerð varnargarða við vegstæði til Bakkafjöru.

Kem ekki auga á það atriði sérstaklega hér. Hin gífurlega efnistaka virðist ekki breyta landslagi Seljalandsheiðar að nokkru að sjá má sem þátt í umhverfismati svæðisins sem vekur nokkra undrun.

kv.gmaria.

 

 

 

 


mbl.is Frummatsskýrsla lögð fram og kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er mörgum spurningum ósvarað varðandi þetta verk en mér sýnis að við verðum bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.  Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni að með þessu sé verið að henda Eyjamönnum aftur til þess tíma þegar þeir urðu að berjast fyrir föstum ferðum milli Lands og Eyja.

Jóhann Elíasson, 23.4.2008 kl. 07:52

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sammála síðasta ræðumanni.Gleðilegt sumar

Ólafur Ragnarsson, 24.4.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband