Svifryksmengun og moldrok.

Þessi vetur hefur verið með þeim betri á höfuðborgarsvæðinu varðandi svifryksmengun einfaldlega vegna þess að lengri tímabil snjóalaga hafa verið en undanfarin ár.

Verstu aðstæðurnar eru þegar mjög kalt veður og logn fara saman þá liggur mökkur yfir borgum og bæjum.

Mér er til efs að dagurinn í dag hafi mælt ryk yfir mörkum vegna þess að það er skárra að hafa rokið heldur en að hafa það ekki þangað til nagladótið fer að hverfa á brott.

Rigning og snjór eru hins vegar hátíð fyrir okkur sem eigum við asthmavesenið að stríða, að mínu mati,  meðan nagladekkjatímabilið er við lýði.

Íslendingar eru aftarlega á merinni varðandi það atriði að sporna við fæti varðandi þung ökutæki innanbæjar á nagladekkjum sem þýðir það að stagbæta þarf gatnakerfið reglulega með tilheyrandi kostnaði svo ekki sé minnst á heilsufarslega þáttinn.

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Svifryk yfir mörkum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband