Verðtrygging afnumin og vísitalan tekin úr sambandi.

Það hlaut að koma að því að einhverjar aðgerðir litu dagsins ljós og tenging vísitölu við verðlag þar sem gengið er með því móti sem verið hefur í þeirri þenslu sem eitt þjóðfélag hefur mátt þola er vissulega genginn sér til húðar. Það ber því að fagna því að dagur aðgerða skuli vera upp runninn til þess að takast á við það ástand sem skapast hefur í efnahagsumhverfi hér á landi.

Þess ber hins vegar að geta að í dag er 1. apríl og það sem þú hefur nú þegar lesið því aðeins til þess samansett að fá þig lesandi góður til þess að hlaupa apríl í hinu íslenska efnahagsöngþveiti.

Takk fyrir innlitið.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð, en mundu að stundum rætast 1 aprílgöbb hehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Betur færi ef satt hefði reynst, ég hljóp líka ekki veitir af að hressa sig við með hlaupum FRÁBÆRT

Ragnheiður Ólafsdóttir, 1.4.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Verðtryggingu á þegar í stað að byrja að afnema í áföngum.
Koma festu á gengismálin og lækka þar með vexti og verðbólgu með
því t.d að tengja krónuna systur sinni, dönsku krónunni, með
ákveðnum íslenzkum frávíkum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.4.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Guðrún, þú ert frábær að venju. Kær kveðja til ykkar Hanna Birna, Ásthildur, Ragnheiður og Guðrún.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 1.4.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk takk fyrir innlitið.

Já maður vildi að afnám verðtryggingar kæmist á koppinn svo mikið er víst.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband