Hvernig væri að lækka skattaálögur í núverandi efnahagsþrengingum ?

Hinn vinnandi maður sem nýverið hefur samþykkt samninga um launahækkanir fær lítið fyrir sinn snúð í darraðardansi óstöðugleika efnahagslífs hér á landi.

Ára-tugum saman hefur hinum vinnandi manni verið talin trú um það að samþykkja litlar launahækkanir undir þeim formerkjum að viðhalda stöðugleika en á sama tíma hefur sá hinn sami meðtekið fréttir af gígantískum gróða banka og fjármálafyrirtækja í landinu sem greiða lægri skattprósentu en sá hinn sami til samfélagsins.

Þegar svo er komið að fulltrúar atvinnurekenda eiga orðið sæti í stjórnum lífeyrissjóða, með fulltrúum þeim sem stjórnir verkalýðsfélaga hafa sjálfdæmi um að skipa í , þá veltir maður óhjákæmilega fyrir sér þeim aðferðum að viðhafa láglaunapólítik undir formerkjum stöðugleika sem síðan springur eins og blaðra framan í landsmenn og enginn er.

Reyndar lagði verkalýðshreyfingin til skattalækkanir í tengslum við kjarasamninga en það var slegið út af borðinu af hálfu núverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Markmið hvors flokks fyrir sig virðist vera að reka ríkissjóð á núlli meðan heimilin í landinu og launafólk tekur tollinn af því ástandi sem efnahagssveiflur upp og niður eru.

Sem er afar sérkennilegur stjórnunarstíll.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Málið er bara Guðrún að þessi ríkisstjórn er búin að missa öll tök á
stjórn efnahagsmála. Einhvern tímann hefur það þótt saga  til næsta
bæjar að borgarbúar skuli ekki komast leiðar sinnar um borgina og að
neyðarástand ríki á götum borgarinnar að mati lögreglu sökum mót-
mæla gegn efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Heilu fyrirtækin og
einstaklingar eru að komast í þrot út af ALGJÖRU ráðaleysi þessarar
sósíaldemókratisku ríkisstjórnar Geirs H Haarde.

Spurning ef fram heldur sem horfir að þetta endi ekki bara í
allsherjar borgaralegri uppreysn.  Aumingjaskapur ríkisstjórnarinnar
er ALGJÖR!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.3.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er rétt Guðmundur,  þetta er stórfurðulegt ástand.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.3.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband