" Stjórnmálarefjar skriffinska og skattakúgun " brilljant gömul bók.

Það er ýmislegt sem maður finnur þegar farið er að grúska í gömlum skræðum og ég fann bók sem Steinunn amma átti og er eftir Herbert N.Casson og þýdd af Magnúsi Magnússyni árið 1940.

Bókin heitir á ensku " How to restore self government and prosperity. " en á íslensku " Stjórnmálarefjar skriffinska og skattakúgun " Viðbót þýðanda þar sem hann ber saman íslenska stjórnarhætti þess tíma, við það sem höfundur ræðir um í Bretlandi eru algjörir gullmolar og satt best að segja veltir maður því fyrir sér hvað hafi breyst í raun frá þeim tíma, ef eitthvað er varðandi ríkisumsvif og þá fjörtra sem lagðir eru á einstaklinga í formi tilskipana, laga og reglugerða allra handa.

Get ekki á mér setið að grípa aðeins niður í bókina þar sem viðbót þýðanda við kafla um "Skriffinskuvald " er m.a. þessi.

" Um leið og þetta ríkisvald hefir færst svo mjög í aukana hefir lögum og reglugerðum rignt niður um alla skapaða hluti. Fáir eða engir fylgjast með öllum þessum lagamýgrút, og því geta flestir orðið sekir við lög eða reglugerðarákvæði, þótt þeir viti ekki betur en þeir séu heiðarlegir og grandvarir borgarar. Hið mesta hrákasmíði er á sumum þessum lögum og oft og einatt stangast lögin og reglugerðirnar sem settar eru samkvæmt þeim, á. Altítt er lika að lögin sjálf eru aðeins grind eða rammi sem svo á að fylla út í með reglugerðarákvæðum og er með þessu gerð lævís tilraun til þess að draga löggjafarvaldið úr höndum þingsins í hendur stjórnarinnar.  "

Allt þetta sem þarna er sagt árið 1940 á við enn þann dag í dag að mínu viti.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gaman að komast í svona gamalt, og rétt niðurstaða hjá þér.
Svo takk fyrir myndirnar hér frá Flateyri. Búinn að kvítta á þær.
Kv. gjk

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.3.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Bara snilld.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband