Mannréttindaskrifstofa Íslands og niðurstaða Mannréttindanefndar um brot gegn íslenskum þegnum.

Enn hefi ég ekki heyrt eitt einasta orð frá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er starfandi um brot íslenskra stjórnvalda á þegnum sínum með skipan mála í kvótakerfi sjávarútvegs.

Það kann að vera að slíkt hafi farið framhjá mér, en mér finnst það undarlegt ef slíkir aðilar láta sig ekki varða brot sem eiga sér stað í eigin landi.

Endilega fræðið mig ef þið vitið betur um það hvort skrifstofan hafi látið sig málið varða.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sama segi ég.  Þetta er með ólíkindum hvað við þurfum ætíð að líta til annarra landa þegar eitthvað bjátar þar á.  Tek undir þetta með þér með Mannréttindaskrifstofu Íslands.  Auðvitað á hún að berjast fyrir okkar hönd og vekja athygli á þeim mannréttindabrotum sem framin eru hér á Íslandi á íslenskum þegnum.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 7.3.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins hefur verið á ferð í muslimalöndunum sem skipuðu meirihluta í mannréttindanefndinni sem ályktaði um mannréttindabrot íslendinga.Það ferðalag er væntanlega farið í þeim tilgangi að til að mynda Saudi arabar og Súdanir geti kennt okkur mannréttindi.Kanski hefði skrifstofustjórinn átt að bjóða formanni og fleirum í félagi kvenna innan Frjálslynda Flokkssins með sér til að konur innan Frjálslynda fLokksins geti kynnst því af eigin raun hvers konar fyrirmyndarmannréttindaríki þetta eru sérstaklega gagnvart konum.

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ekki veit ég til þess að það hafi heyrst orð frá því apparati. Þetta er til skammar.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.3.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband