Er það ekki ágætt að flýta sér hægt ?

Hamagangur og hraði einkennir nútíma þjóðfélag fjölbreytileikans.

Að hluta til er samfélagið upptekið af markaðsdansi frumskógarlögmála.

Ég um mig frá mér til mín er einkenni okkar samtíma að hluta til þar sem samfélagsvitund er á undanhaldi að vissu leyti og einstaklingshyggjan er nær allsráðandi.

Allt á að gera í átökum og akkorði, herferðum og hamagangi, frá því smæsta upp í það stærsta.

 

Forsendur málanna fljúga til hæða,

er orðin um tilgang og markmið, þau flæða....

og hver er svo árangur eftir allt þetta.... ?

jú menn þurfi bókunum betur að fletta.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

ALLT TEKUR SINN TÍMA! Staðreynd, sem ekki er hægt að flýja!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er rétt Guðmundur og það liggur við að nákvæmlega þessi orð

allt tekur sinn tíma, mætti vera ansi víða uppi víð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.3.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband