Frjálslyndi flokkurinn þorir að ræða mál er varða þjóðina alla.

Barátta fyrir breytingum á kvótakerfi sjávarútvegs er annars vegar barátta fyrir betri þjóðhagslegri nýtingu fiskimiðanna sem og atvinnufrelsi einstaklinga í atvinnugreininni sem aftur varðar það atriði að byggja landið allt en ekki hluta þess.

Sitjandi valdhafar við stjórnartaumana hafa fengið aðvörun frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna varðandi kvótakerfið og þess er vonandi að vænta að eitthvað fari að koma á daginn um hvernig menn hyggist bregðast við áliti Mannréttindanefndarinnar.

Stjórnvaldsákvarðanir í formi lagabreytinga um frjálst framsal aflaheimilda á sínum tíma eru og verða að mínu áliti mestu stjórnmálalegu mistök allrar siðustu aldar sem núverandi efnahagslíf situr uppi með að hluta til sem vandasamt verkefni.

Vitundarleysi manna um vöxt og viðgang fiskistofna í hafinu kring um landið er áfellisdómur til handa þeim er staðið hafa að málum hvarvetna.

Þjóðin hefur kosið fjóra menn Frjálslynda flokksins á Alþingi Íslendinga, sem allir geta lagt stjórnvöldum lið við betrumbætur á kerfi sem ekki hefur skilað Íslendingum þjóðarhag til sjávar og sveita.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér Guðrún María.  Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem berst fyrir afnámi kvótakefisins.  Aðrir flokkar vilja lagfæra eða breyta kvótakerfinu, en það er laungu útséð um að það gengur ekki.

Sigurður Þórðarson, 23.2.2008 kl. 02:24

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ég er nú ansi hrædd um það Sigurður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2008 kl. 02:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

100% sammála þér Guðrún María.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Þú veist að það er ekki póltískur meirihluti fyrir því á þingi,að kollvarpa þessu ranglátakerfi. Hvað vill Frjálslindiflokkurinn gera í stöðunni?

Vigfús Davíðsson, 23.2.2008 kl. 11:44

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka.Þegar búið verður að afnema kvótakerfið og borga þeim sem keypt hafa kvóta ekki þeim sem fengu ósanngjarnan gjafarkvóta hver á þá að borga í flokksjóð Sjálfstæðisflokksins,hugsar ekki hver um sinn rass.Ég held að allir vilji afnema þetta óréttláta kerfi það vantar bara þor.

Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 15:00

6 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Vildi bara þakka fyrir síðast, er loksins komin með nettengingu aftur.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 23.2.2008 kl. 16:35

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir síðast Matta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband