Að setja samasemmerki milli umræðu um málefni innflytjenda og rasisma er rasismi.

Hver og einn einasti starfandi stjórnmálaflokkur ætti að vera þess umkominn að ræða málefni innflytjenda til Íslands án þess að vera sakaður um rasisma af einhverjum toga.

Hvers konar tilraunir til þess að drepa á dreif eða gera lítið úr umræðu almennt um þessi mál er ekki af hinu góða að mínu vitii og kallar á það eitt að kynda undir fordómum, því fordómar þrífast á skorti á fræðslu alla jafna.

Hver og ein einasta þjóð sem býður innflytjendur velkomna til síns lands er ekki bjóða fólk velkomið til þess að meðtaka lélegri lífsgæði en fólk lifir við í landinu.

Í formi tungumálakunnáttu til þáttöku í einu þjóðfélagi til fulls.

Í formi sömu launa fyrir sömu vinnu.

Í formi sama aðgengis að grunnþjónustu við menntun og heilbrigði.

Í formi almennra mannréttinda sem þjóðir heims hafa skuldbundið sig til.

 

Umræða um málefni innflytjenda er því hvoru tveggja eðlileg og sjálfsögð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Rasismi gegn eigin þjóð er alverstur! Öll þjóðeinkenni eiga að varðveitast. Hlýtur að hafa verið ásetningur skaparans. Varðveiting
íslenskrar menningar og tungu er því framlag íslenzkrar þjóðar  til hins stórbrotna heimstrés ólíkra þjóða og kynþátta, þar sem gagnkvæm virðing er grunnur allra mannleggra samskipta og þjóða.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.2.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála þér Guðmundur, vel mælt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband