Færri og smærri einingar samhliða stórum er forsenda heilbrigðs markaðsbúskapar í einu þjóðfélagi.

Atvinnuvegakerfin gömlu sjávarútvegur og landbúnaður hafa gengið gegnum afar misvitrar stjórnvaldsaðgerðir undanfarna áratugi þar sem einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni eininga hefur ráðið ríkjum.

Þetta einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni hefur gert að verkum tilfærslu og atvinnubreytingar þar sem tæknivæðing skyldi taka við svo og svo miklu , tæknivæðing sem ef til vill kostaði of mikið og skilaði sér ekki til baka sem skyldi þegar krafa almennings um aðrar aðferðir við framleiðslu matvæla kom til sögu fyrir um það bil áratug.

Sama einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni gerði það að verkum að þorksstofninn var reiknaður sem stöðug stærð inn í hagkerfið , þar sem aflaheimildir í þorski höfðu verið gerðar að braskvöru millum handhafa með veðsetningu.

 Eðli máls samkvæmt miðað við kerfisskipulagið hefði það þá verið útgerðarmanna að sópa vanda af minnkandi þorksstofni undir teppið þ.e þegar stjórnvöld tóku ákvörðun um slíkt eða hvað ?

Nei auðvitað kom ríkisstjórnin með víxil á skattgreiðendur um að taka afleiðingum af hinu misvitra skipulagi í formi mótvægisaðgerðapakka til að púkka upp á kerfi sem annars hafði verið talið sjálfbært.

Að mínu viti hefur formúla einhliða stærðarhagkvæmni gengið sér til húðar á þessu sviði og reyndar mörgum öðrum sviðum í samfélaginu þar sem flatur niðurskurður í þjónustu við borgarana undir málamyndasparnaði étur sjálfan sig upp þar sem tilgangur helgar ekki lengur meðalið og fagstéttir hverfa úr störfum og reynsla tapast.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband