Á ungliðahreyfingin í Sjálfstæðisflokknum að tala Villa út úr korti ?

Borgar Þór Einarsson var í Kastljósi kvöldsins með vægast sagt sérkennilegar yfirlýsingar þess efnis að stjórnmálamenn yrðu að lúta valdi fjölmiðla að heyra mátti.

Hvílík firring !

Ef svo illa er komið að stjórnmálamenn á einhverjum tíma sitji og standi eftir því hvernig umræða fjölmiðla er , þá er afar illa komið vægast sagt.

Svo virðist annars sem ungir Sjálfstæðismenn telji það flokkshagsmuni að víkja Vilhljálmi Þ. sem fyrst til hliðar miðað við skrif ýmissa og dansi þar með dans með andsstæðingum flokksins sem aftur veikir flokkinn sjálfan að sjá má.

Að öllum líkindum mun því fjölga í flokkum hægra megin við miðju sem standa fast á sinni sannfæringu svo sem Frjálslynda flokknum.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband