Allt sama tóbakið.... eða hvað ?

Svo virðist sem lögreglan sé að fara að fá ný verkefni við að fást eins og þau séu nú  ekki nægilega mörg fyrir þ.e. að gæta að þvi að veitingamenn leyfi aðeins áfengisneyslu en ekki tóbaksneyslu á sínum veitingastöðum.

Þótt tóbak og áfengi séu lögum samkvæmt leyfileg söluvara þá er það svo að tóbak má eiginlega bara selja og leggja á það gjöld á gjöld ofan jafnvel eyrnamerkt heilbrigðisgeira en neysla þess má eiginlega HVERGI fara fram lengur.

Það má ekki tala um tóbak bara áfengi, þannig að hið sama gildir ekki um þessar tvær tegundir löglegrar söluvöru hvað tjáningarfrelsið varðar.

Að vissu leyti er þetta orðið nokkuð hjákátlegt tilstand í formi boða og banna ef litið er á ´þátt gjaldtöku í þessu sambandi samanborið við áfengi og þann kostnað sem í þann þátt fer samfélagslega.

Einhverra hluta vegna er tóbaksfíkn enn ekki sjúkdómur en áfengisfíkn er það.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Oft er tóbak hættulegra enn vindlar

Kjartan Pálmarsson, 2.2.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þú segir nokkuð Kjartan he he...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.2.2008 kl. 01:51

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Reyki ekki. En af hverju má reykja í Alþingishúsinu en ekki á mínum
heimapöbbi? Þvílíkur tvískinningur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.2.2008 kl. 01:52

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Alveg rétt Guðmundur.

Vitleysan ríður ekki við einteyming.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.2.2008 kl. 01:56

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

HeimapöbbA? átti þetta að vera.....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.2.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband