Hin einstaka björgun Vestmanneyinga úr náttúruhamförum við bæjardyrnar, fyrir 35 árum.

Gegnum tíðina hefur manni oft verið hugsað til þess hve ótrúlega giftusamur tilflutningur fólks átti sér stað á stuttum tíma frá Eyjum, sökum þess að allur bátafloti Eyjamanna var í höfn, vegna veðurs daginn áður.

Sjónvarpsmyndir af samfelldri röð skipa og báta með fólk frá Eyjum, langleiðina til Þorlákshafnar, álika bílum á Miklubrautinni er eitthvað sem vart líður úr minni.

Veðrið daginn áður var kolvitlaust heima undir Fjöllunum eins og í Eyjum´, en þetta ár var fermingarárið mitt og vegna gossins komu tvær stúlkur frá Eyjum sem fermdust með mér , annars hefði ég verið ein með drengjum það árið.

Amma og afi voru bæði búsett í Eyjum á þessum tíma fólk á efri árum ævi sinnar, hann á elliheimilinu og amma ein búandi. Amma kom með bát til Þorlákshafnar en afi fór með flugvél til Reykjavíkur.

Hafi maður ekki áður átt til óttablandna virðingu fyrir náttúruöflum lands, þá var ekki hjá því komist að öðlast slíkt við upplifun að hluta til af atburðum sem slíkum.

Elja, dugnaður, æðruleysi og þrautseigja Vesmanneyinga og þeirra sem þá stóðu í forsvari fyrir bæjarfélagið var einstakt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir þetta . kv .

Georg Eiður Arnarson, 24.1.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband