Standa þarf vörð um grunnþjónustuþætti eins samfélags, til handa öllum landsmönnum.

Það er ekki nóg að hluti landsmanna skuli eiga greiða aðgöngu að sérfræðiþjónustu lækninga sem niðurgreidd er fyrir skattfé, ef samgöngur eru með því móti að landsbyggð utan höfuðborgar megi þurfa að greiða úr eigin vasa viðbótarfjárhæðir við leitan í þjónustu sem vera skal fyrir alla landsmenn í laganna hljóðan.

Hvers konar þjónusta sem niðurgreidd er af skattfé landsmanna allra skal á öllum tímum standa öllum til boða hvað varðar jafna kostnaðarþáttöku til þess arna.

Höfuðborgarbúar eiga ekki að þurfa að líða skort á þjónustu heimilislækna, meðan landsbyggðarmenn njóta þess hins sama og öfugt, frekar en aðgengi að menntun skyldi mismunandi eftir því hvar menn búa á landinu.

Í raun gildir sama máli um hlutfallslegar skattgreiðslur þegnanna til síns þjóðfélags af sínum launum og möguleikum þeirra til notkunnar á þjónustu hins opinbera.

Þar á mismunur í formi launakjara ekki að ráða um hvort einstaklingar fái notið heilbrigðisþjónustu eða menntunar og hins opinbera að sjá til þess að þar sitji allir við sama borð í raun.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Sammála, en því miður er því þannig farið að stjórnmálamenn eru meira að hugsa um eigin hag heldur en almennra borgara og fá þar af leiðandi mestu upphæð skattborgara í eigin vasa.  Auðvitað er þetta mannréttindabrot, þ.e. að allir eiga auðvitað að hafa sama rétt til læknisþjónustu og annarra brýnna þarfa í heilbrigðiskerfinu. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 23.1.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband