Á hverju byggist hin meinta arðsemi íslenzkra fyrirtækja í sjávarútvegi ?

Það er skammarlegt viðhorf sem birtist af hálfu framkvæmdastjóra Landssambands Íslenska Útgerðarmanna gagnvart þeim mannréttindum íslenskra þegna að fá notið aðkomu að atvinnu við sjósókn við landið.

Svo virðist sem framkvæmdastjórinn telji að ÖRFÁIR ÚTGERÐARMENN skuli um aldur og ævi geta setið einir að þvi að afla fiskjar við Íslandsstrendur í krafti léglegra laga sem ekki standast réttlætis eða sanngirnissjónarmið almennrar mannlegrar skynsemi hvað þá alþjóða mannréttindasáttmála.

Hefur ef til vill tekist að byggja upp verðmesta fiskistofninn þorskinn ?

Hefur LÍÚ nokkuð annað gert en að firra sig ábyrgð á uppbyggingu hans í áraraðir svo sem brottkast á Íslandsmiðum á ekki nægilega stórum þorskum að sentimetratali hinna hundvitlausu laga ?

Hvað hafa útgerðarmenn greitt mikið í skatta í þorpin og sjávarbyggðir við tilflutning aflaheimilda millum útgerða ?

Hvað hafa útgerðarfyrirtæki yfir höfuð greitt mikið í skatta til samfélagsins frá því að heimildir um frjálst framsal tóku gildi ?

Hve mikill hluti af bókhaldi síðustu áratuga hefur farið í kaup á uppsöfnuðu tapi til bókhaldsskila til skatts?

Tilraunir stórútgerðar til þess að hampa samfélagslegri þáttöku í formi skatta til samfélagsins hafa meira og minna verið á þann veg að sjómenn séu svo og svo vel launaðir og ÞEIR borgi skatta.

Lögleiðing Alþingis og stjórnvalda þess efnis að heimila frjálst framsal heimilda til að veiða fisk úr sjó þar sem stórútgerð gat selt eða leigt frá sér þær hinar sömu heimildir , jafngildi að mínu viti gengisfellingu fyrri tíma í einungis í annarri útgáfu , þ.e peningaprentunar , loftbólupeninga sem voru eins og innistæðulaus ávísun þar sem öllu var fórnað til þess að hamast nógu mikið til meintrar raunverulegrar arðsemi þeirrar athafnasemi.

Sérálit þáverandi þingmanna Borgarflokksins sáluga varaði við öllum þeim annmörkum sem komu á daginn svo sem byggðaröskun og þjóðhagslegri verðmætasóun á alla lund sem kerfisbreytingin óhjákvæmilega innihélt.

Síðar varð Frjálslyndi flokkurinn til sem afl á Alþingi Íslendinga ekki hvað síst með það að markmiði að umbreyta sýnilega ónýtu fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir land og þjóð.

LÍÚ hefur alla tíð látið eins og Frjálslyndi flokkurinn sé ekki til og beint spjótum sínum gegn honum í ræðu og riti að virðist til varnar eigin hagsmunum eingöngu.

Samfélagsleg vitund LÍÚ hver er hún ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Arðsemin byggir á því að geta leigt kvóta til leiguliðana dýrum dómi,bæði sjómanna á skipum kvótagreifana sjálfra og til þeirra sem engan kvóta hafa en þrjóskast hafa við í að stunda sjóinn á eigin bátum í von um að óréttlætið verði leiðrétt.

Nonni (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 04:16

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það er lítið að marka svona menn , þessi veit alveg hver borgar honum laun og um það snýst málið . kv.

Georg Eiður Arnarson, 13.1.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enginn fær mig nú til að trúa öðru en því að stofnmælingar á þorski séu markleysa. Og jafnframt trúi ég því að þessar skerðingar séu settar til þess að smærri útgerðir gefist upp svo samþjöppunin í greininni aukist.

Árni Gunnarsson, 14.1.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband