Góði hirðirinn og lífsgæðakapphlaupið.

Fé án fjárhirðis er lítils virði og ef svo er komið að ætlast er til þess að féð hirði sig sjálft þá HVAÐ ? Það skyldi þó aldrei vera að maðurinn sjálfur hefði hér á landi verið þess umkominn að finna upp slíkt markaðskerfi ?

Meira og minna hefur sú þróun verið fyrir hendi hér á landi að hægri höndin virðist lítt vita hvað sú vinstri gjörir þegar kemur að eftirlitshlutverki hins opinbera með eigin starfssemi sem fer fram fyrir skattfé landsmanna, þ.e. þeim digru sjóðum nota bene, því skattaka á einstaklinga er mikil hér á landi svo mikil að vinnuletjandi er fyrir hluta fólks á vinnumarkaði svo jaðrar við þrælahald.

Á sama tíma er landið opið fyrir nær óheftum innflutningi vinnuafls erlendis frá samkvæmt skuldbindingum stjórnvalda hér á landi við stjórnvölinn, hvað skyldi það þýða í raun í framkvæmd sinni ?

Ef til vill aukinn fjölda innflytjenda án þess að stjórnvöld svo mikið kosti krónu eða eyri til aðlögunar fólksins í landinu á vinnumarkaði og í samfélagsþáttöku ?

Hvaða nafni skal nefna þá stefnu eða stefnuleysi sem viðvarandi hefur verið við lýði ?

Hagsæld hverra, hvar og hvernig ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FYRIRGEFÐU mér Guðrún.

Svona gamanlaust hefur þú trú á að þessar hendur fari að vinna saman(samhennt).

Ég lifi ekki að sjá það. Svo miklir þvögluhausar eru þetta.(fyrirgefðu orðbragðið).

Ég myndi byrja á að binda þær áður en ég færi að kenna þeim!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 06:11

2 Smámynd: Skilningur

Ég skil.

Skilningur, 29.12.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband