Hvers vegna hafa Verkalýðsfélögin ekki mótmælt álagi á launþega á vinnumarkaði ?

Alls konar aukagreiðslur fyrir álag starfa í opinberri þjónustu eru nú á takteinum tímabundið af hálfu forsvarsmanna sveitarfélaga. HVAR eru Verkalýðsfélögin ? Hvers vegna heyrist ekkert í þeim um álag á launþega ? ER of mikið að gera í verðkönnunum eða hvað ?

Mér best vitanlega kemur sú ráðstöfun að greiða fólki aukalega fyrir álag í starfi tímabundið hvergi nærri kjarasamningum.

Það er reyndar óskiljanlegt að endalaust sé verið með patentlausnapokann í þessu efni og ótrúlegt og furðulegt að ekki heyrist nokkum frá þeim er gæta eiga hagsmuna launþega á vinnumarkaði.

Aukagreiðslur tímabundið fyrir álag í vinnu gera lítið, ef viðkomandi launþegar tapa til dæmis heilsu af álaginu.

Aldrei mína hunds og kattartíð á vinnumarkaði hefi ég séð fulltrúa félaga koma og staðhæfa vinnuumhverfi og aðstæður starfsmanna á vinnustað , ALDREI, tekur sá timi þó yfir 30 ár.

Eftirfylgni við störf trúnaðarmanna á vinnustöðum, hver er hún af hálfu félaganna ?

Engin þegar sú er þetta ritar gengdi starfi sem slíku í eina tíð fyrir margt löngu.

Hér þarf að skoða málin agnar ögn.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verkalýðsfélögin eru eins og bitlaus aumingi nú til dags.  Það er eins og þeim komi ekki lengur við launakjör verkafólks.  Ætli þeir séu á of háum launum forkólfarnir og orðnir makráðir og værukærir ? Þegar maður hugsar til þess hve lítið heyrist í þeim í sambandi við launamál erlendra starfsmanna, og öryggisleysi verkafólks gagnvart atvinnurekendum, sem hafa það alfarið í sinni hendi að reka íslendinga og ráða erlent starfsfólk á lakari kjörum.  Ótrúlegt kæruleysi.  Það er öllum til hagsbóta að allir hafi sömu laun, fyrir sömu vinnu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Já það er alveg rétt, andvaraleysið er með ólíkindum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.11.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband