Þróun byggðar í borgríki og sitjandi stjórnvöld horfa þegjandi á líkt og það sé ekki þeirra að móta skipulag.

Þegar svo er komið að bílaeign per landsmann er með því móti að ekki samræmist uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu fer gamanið við það að búa í borgríkinu að kárna. Stjórnvöld sem sitja í landinu hafa horft á þessa þróun í langan tíma án þess að hafa þóst geta spyrnt við fótum sem er fyrir það fyrsta mistök í stjórnuninni og í öðru lagi hreint ábyrgðarleysi til framtíðar litið. Meint markaðslögmál undir formerkjum viðskiptafrelsis í sjávarútvegi er rót vandans þar sem mestu stjórnmálalegu mistök síðustu aldar urðu til við framsalslögleiðingum millum sjávarútvetgsfyrirtækja. Þau mistök þorir enginn að horfast í augu við enn sem komið er og breytir þar engu þótt nýr flokkur hafi komið að stjórn landsmála nú í vor. Þróun byggðar skipulag og uppbygging landsbyggðar úr rústum kvótakerfisins við  stefnubreytingu þar á bæ er forsenda þess að horfa fram á veg.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband